Arnrún Öflug lausn fyrir nemendur sem
þurfa einstaklingsstundaskrá
Vita meira
glow_shape_3 glow_shape_2 glow_shape_1

Hentug leið til að koma efninu til skila

Rafræn lausn fyrir nemendur og kennara

Arnrún gerir þér kleift að skipuleggja vikuna fyrir þá nemendur sem þurfa á einstaklingsstundaskrá að halda. Einfalt kerfi heldur utan um skilaboð kennarans og birtast þau nemandanum á skjánum hans. Hægt er að notast við myndir, texta eða bæði í einu. Handhægur niðurteljari sýnir nemanda hversu mikið er eftir af hverjum tíma. Hægt er að vera með fleiri en einn kennara tengdan við hvern nemanda og einnig getur nemandi skilað inn verkefnum í gegnum lausnina.

Helstu þættir Arnrúnar

Með Arnrúnu áttu auðvelt með að setja inn fyrirmæli, breyta þeim og fylgjast með vinnu nemandans. Einfalt viðmót fyrir nemandann tryggir sem minnsta truflun á meðan á vinnu stendur.

Stjórnborðið

Einfalt og þægilegt með tímasparnað að leiðarljósi

Stjórnborðið þitt er hannað með það í huga að auðvelt sé að stofna nemendur og setja upp stundatöflurnar þeirra. Lítið mál er að afrita stundatöflur milli nemenda. Handhægur myndabanki sem kennarinn hefur fulla stjórn á hjálpar til við að koma skilaboðunum til skila á einfaldan hátt

nemandinn

Einfalt nemendaviðmót hjálpar til við að minnka truflun

Nemandinn fær eingöngu að sjá daginn í dag og þau verkefni sem kennarinn hefur lagt fyrir. Niðurteljari hefst þegar tíminn byrjar og sýnir honum hversu mikið er eftir af kennslustundinni. Þegar nemandinn hefur lokið verkefninu getur hann sent mynd af verkefninu og þá kemur tilkynning í tölvu kennarans.

Hægt er að setja myndir inn með textanum eða eingöngu myndir ef það hentar betur.

Persónuvernd

Okkur er annt um verndun persónuupplýsinga nemenda. Hönnuðir Arnrúnar eru með yfir 50 ára reynslu af kennslu og íslensku skólastarfi og vita hve mikilvæg persónuvernd nemenda er.
Sjá nánar á GDPR síðu og Persónuvernd

Verðskrá

Arnrún er lausn sem er hönnuð fyrir þarfir nemenda með sérþarfir í huga. Skólar geta keypt áskrift fyrir kennara með því að hafa samband við okkur. Verðskráin okkar miðast við hagstætt verð og kostar lausnin fyrir kennara aðeins um 750- kr á mánuði. Kennarar geta fengið áskriftina endurgreidda úr C hluta endurmenntunarsjóðs FG.

Prufuáskrift

0 / kr

  • Fullur aðgangur
  • 30 daga prufuáskrift

  • Ótakmarkaður nemendafjöldi

Kennaraáskrift

8.990 / árið

  • Fullur aðgangur
  • Ársáskrift
  • Ótakmarkaður nemendafjöldi

Skólaáskrift

5+ / kennarar

  • Góður magnafsláttur

Hafið samband við bergmann@kunnatta.is varðandi skólaáskrift

Hvernig virkar Arnrún?

Stutt yfirferð um hvernig við setjum upp vikuna fyrir nemendur.